ÍSLANDSKORTIÐ

Iceland by Axel

Sýningin um Axel Helgason er áhugaverð saga hagleiksmanns sem einbeitti sér að áhugaefnum sínum af hugsjón. Hans sigrar fólust einvörðungu í því að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Árið 1934 bjó hann til sitt fyrsta upphleypta líkan af Íslandi og er það til sýnis í Frystihúsinu á Breiðdalsvík. Seinna á lífsleiðinni gerði hann kortið sem er til sýnis í Ráðhúsinu í Reykjavík en það er eitt stærsta manngerða kort í heiminum.

Mögnuð saga

Líttu við í Frystihúsinu og sjáðu 20m2 Íslandskort frá árinu 1934 sem búið er til af listamanninum Axeli Helgasyni.

Nánari upplýsingar Axel Helgason og verkin hans eru á https://icelandbyaxel.com/