frystihusid

THE OLD FISH FACTORY

Frystihúsið

Ef þú ert að leita að einstökum stað til að hýsa þinn næsta viðburð, þá er Frystihúsið staðurinn. Eins og nafnið gefur til kynna var húsið áður frystihús og má sjá merki þeirrar sögu í húsinu. Húsið hefur þó verið fært til nútímans og er orðið glæsilegt veisluhús sem getur hýst fjölbreytta viðburði.

Salurinn er 450m2 og getur tekið allt að 400 manns í sæti (200 manns við hringborð) .

Ráðstefnur, Fundir eða hvers kyns viðburðir

Ertu þreytt(ur) á hefðbundnum ráðstefnustöðum? Þá er upplagt að halda næstu ráðstefnu, fund hópefli eða viðburð á Breiðdalsvík. Við bjóðum upp á einstaka staðsetningu sem veitir innblástur og er tilvalin fyrir hverskyns hópefli, án truflana. Hótel Bláfell er í samstarfi við Frystihúsið, sem er á móti hótelinu.

Við bjóðum upp á fundarsali með aðstöðu fyrir 20-300 manns. Veitingastaðurinn okkar tekur 100 manns í sæti og minni fundarsalurinn okkar allt að 40 manns í sæti.

Hótel Bláfell vinnur náið með Frystihúsinu sem er eins og nafnið gefur til kynna var áður frystihúsið á staðnum.  Húsið hefur verið fært til nútímans og er orðið glæsilegt veisluhús sem getur hýst fjölbreytta viðburði. Frystihúsið getur hýst viðburði fyrir allt að 300 manns.