Velkomin til Breiðdalsvíkur

Íbúafjöldi 139

breiddalsvik

Breiðdalsvík er á hinum fáförnu og fögru Austfjörðum. Við bjóðum þér að upplifa ekta austfirska gestrisni, ferska matargerð, ferskan bruggaðan bjór frá Beljanda og litagleði sem má finna í hverjum krók og kima á Breiðalsvík.

Á Breiðdalsvík ertu umkringd(ur) einum fegursta fjallsal á íslandi þar sem tilvalið er að staldra við og njóta náttúrunnar.

Breiðdalsvík er áfangastaður sem gerir ferðina hingað vel þess virði.

Á döfinni

Jólahlaðborð 2021

Kræsingar og Kósýheit Veisluborðið svignar undan kræsingunum þegar Haraldur Helgason matreiðslumeistari mætir á Breiðdalsvík Okkar árlega jólahlaðborð verður dagana 20.nóvember / 27.nóvember / 4.desember Verð 10.900.-kr pr.mann Gistitilboð Gisting í tveggja manna herbergi ásamt jólahlaðborði og morgunverði – 17.900 kr. per mann Aukanótt – 5.000 kr. per mann Hafið samband til að fá tilboð fyrir…

Barnvænn staður

Á Breiðdalsvík er gott að vera með börn. Í göngufjarlægð frá Hótel Bláfelli er ærslabelgur sem gaman er að hoppa á. Þar er einnig tjörn þar sem stundum er fiskur og á góðum dögum er gaman að vaða í. Bakvið hótelið er leikskólinn er þar eru leiktæki. Stutt frá plássinu er Meleyri svört strönd sem…

Sumartilboð

Kæru vinir, Við verðum með gott tilboð á gistingu og veitingum í sumar fyrir þá sem langar og koma og dvelja hjá okkur. Við erum í þessum töluðu orðum að gera verðskrána fyrir sumarið klára og birtum við hana hér um leið og hún er tilbúin.

HÓTELIÐ

Hótel Bláfell

Hotel Bláfell er friðsæl vin mitt í hinni hráu fegurð
Breiðdalsvíkur á Austfjörðum.
Tilvalin áfangastaður til að njóta í þægilegu umhverfi fallegrar náttúru og dýralífs. 

HÓTELIÐ

Hótel Póst

Hótel Póst býður upp á 8 rúmgóð herbergi sem henta vel fjölskyldum sem og minni hópum. Í boði eru eins manns, tveggja manna, þriggja manna og fjölskyldu herbergi með sér baðherbergi, flatskjá, og ókeypis þráðlausri nettengingu.

BRUGGHÚSIÐ

Beljandi

Á Breiðdalsvík er rekið handverksbrugghúsið og barinn Beljandi. Brugghúsið hefur verið starfandi frá árinu 2017 og býður alla jafna upp á 4-5 tegundir af bjór. 

GAMLA BÚÐIN

Kaupfjelagið

Ferðastu aftur í tímann með því að heimsækja
Kaupfjelagið á Breiðdalsvík.

Hingað hafa heimamenn og gestir sótt þjónustu í rúmlega 60 ár

THE OLD FISH FACTORY

Frystihúsið

Ef þú ert að leita að einstökum stað til að hýsa þinn næsta viðburð,
þá er Frystihúsið staðurinn.

ÍSLANDSKORTIÐ

Iceland by Axel

Sýningin um Axel Helgason er áhugaverð saga hagleiksmanns sem einbeitti sér að áhugaefnum sínum af hugsjón
Árið 1934 bjó hann til sitt fyrsta upphleypta líkan af Íslandi og er það til sýnis í Frystihúsinu á Breiðdalsvík