Velkomin á Breiðdalsvík
– Íbúafjöldi 139 –
Breiðdalsvík er á hinum fáförnu og fögru Austfjörðum. Við bjóðum þér að upplifa ekta austfirska gestrisni, ferska matargerð, ferskan bruggaðan bjór frá Beljanda og litagleði sem má finna í hverjum krók og kima á Breiðalsvík.
Á Breiðdalsvík ertu umkringd(ur) einum fegursta fjallsal á íslandi þar sem tilvalið er að staldra við og njóta náttúrunnar.
Breiðdalsvík er áfangastaður sem gerir ferðina hingað vel þess virði.
Hótel Breiðdalsvík
Hótel Breiðdalsvík var opnað árið 1983 og er umvafið mikilfenglegum fjöllum og svörtum söndum. Hótelið er friðsæl vin mitt í hinni hráu fegurð Breiðdalsvíkur á Austfjörðum. Á hótelinu eru 37 vel búin herbergi, auk huggulegrar setustofu með arni og bókasafni, finnskri sauna og veitingastaðar. Veitingastaðurinn býður upp á ekta íslenska rétti, matreidda með ferskum hráefnum sem sótt er í nærumhverfi hótelsins.
Sjálfbærni-, umhverfis, starfsmanna, – & öryggisstefnur
Hótel Breiðdalsvík leggur mikla áherslu á að stunda ábyrga starfsemi í hvíetna en gildi hótelsins eru „metnaður, gleði og framúrskarandi þjónusta í sátt við umhverfið“.
Það er mikil ábyrgð fólgin í því að stunda atvinnustarfsemi ekki einungis gagnvart eigendum fyrirtækisins heldur einnig gagnvart starfsfólki, gestunum okkar, samfélaginu og ekki síst umhverfinu en þetta er fjórar megin stoðir ábyrgrar ferðaþjónustu.