Á Breiðdalsvík með Pálínu Páls
Gefðu líkama og sál þann kraft og frið sem þau þrá.
9.–11. maí
Bókaðu þína helgi af vellíðan
Á Breiðdalsvík með Pálínu Páls
Gefðu líkama og sál þann kraft og frið sem þau þrá
9.–11. maí 2025 á Hótel Breiðdalsvík
Bókaðu þína helgi af vellíðan – takmörkuð sæti!
Er kominn tími til að sleppa tökunum, losa um bólgur, tilfinningalegar stíflur og tengjast þér?
Ætlað þeim sem vilja endurstilla sig, næra sig og styrkjast – líkamlega, andlega og tilfinningalega. Gefðu þér tíma og settu þig í fyrsta sæti. Fyrr má nú vera.
Við bjóðum þér og þínum í helgar wellness retreat í töfrandi og einstöku umhverfi í Breiðdalnum. Þar færð þú tíma til að líta inn á við undir handleiðslu, næra líkama, hug og sál.
Skapaðu ógleymanlegar minningar, hækkaðu tíðnina og myndaðu þér tengslanet við einstaklinga á svipaðri vegferð.
Fullkomin helgi fyrir þig, með vin/vinkonu, maka, mömmu, pabba, systur, bróður – eða með þér.
Er þetta fyrir þig?
-
Vilt þú endurheimta orkuna þína, hvatningu og innri ró?
-
Finnur þú fyrir streitu, orkuleysi eða ójafnvægi?
-
Vilt þú styrkja tengslin við sjálfa þig og líkama þinn?
-
Vilt þú komast út úr daglegu hjólfari og nærast andlega og líkamlega?
Ef þú svarar já við einhverju af þessu, þá viltu að skrá þig strax!
- Þráir þú að vera verkjalaus?
- Viltu aukið jafnvægi í daglegu lífi?
- Mætti meltingin vera betri?
- Ertu mikill nartari?
- Borðar þú of mikið eða of lítið?
- Viltu aukna og jafnari orku?
- Viltu bæta svefninn þinn?
- “Scrollar” þú meira en þú vilt?
- Vilt þú setja sjálfa þig í fyrsta sæti?
- Setur þú alltaf aðra í fyrsta sæti en ekki sjálfa/n þig?
- Vilt þú læra að hlusta á líkama þinn?
Í þessari helgi færðu m.a.:
-
Bandvefslosun og djúp slökun
-
Boltanudd með líkamsvitund
-
Núvitundarganga í stórbrotinni náttúru
-
Frítími til sjálfsræktar og vinnubókarvinnu
-
Heilandi yoga og öndunaræfingar
-
Útispa – heitur pottur, kaldur pottur og gufa
-
Heilsusamlegur og ljúffengur matur
-
Æfingar sem styrkja hjarta og líkama
Vinnustofur um:
-
Jafnvægi á karl- og kvenorku og sitja í réttu orkunni
-
Orkustöðvar, lífsorka og áhrif þeirra á daglegt líf
-
Næring, orka og heilbrigt hreint mataræði
-
Bandvefur, verkir og mikilvægi hreyfingar og flæðis
Leiðsögn Pálínu einkennist af hlýju, gleði, nærveru og innsæi þar sem hún mætir hverjum einstaklingi af virðingu og dýpt. Hún nýtir bæði eigin lífsreynslu og faglega innsýn til að styðja fólk við að sleppa tökum, byggja sig upp og tengjast eigin krafti á ný.
Leiðbeinandi: Pálína Pálsdóttir yoga- og bandvefsþjálfari með menntun í sálfræði og bakgrunn sem einkaþjálfari, þar sem hún hefur í yfir áratug kafað djúpt í tengslin milli líkama, hugar og sálar. Hún hefur sótt sér sérhæfða þekkingu bæði hérlendis og erlendis á sviðum eins og næringu, líkamsvitund, áfallaúrvinnslu, orkuvinnu og heildrænnar heilsu – með það að markmiði að styðja fólk við að öðlast aukið jafnvægi, vellíðan og sjálfstyrk.
Í gegnum árin hefur Pálína stundað djúpa rannsókn á eigin líkama og vellíðan, með áherslu á mataræði, andlega tengingu og hreyfingu sem nærir – bæði innan frá og utan. Pálína vinnur með somatic nálgun – líkamsmiðaða vinnu sem hjálpar fólki að hlusta á líkama sinn, greina spennu, losa um tilfinningalega stíflu og byggja upp traust innan frá. Hún trúir því að umbreyting eigi sér stað þegar við virkjum líkama og sál í sameiningu – með öndun, hreyfingu, djúpri slökun og losun spennu sem oft geymist í líkamsminninu.
Í gegnum árin hefur Pálína keppt í fitness, haldið námskeið, haldið vinnustofur um líkamsvitund og bandvefslosun, auk þess sem hún hefur veitt einstaklingsmeðferðir í bandvefsnuddi, þar sem unnið er markvisst með líkamsminni og losun spennu í dýpri lögum bandvefsins. Hún nýtir bæði eigin lífsreynslu og faglega innsýn til að styðja fólk að byggja sig upp og tengjast eigin krafti á ný. Hún skapar öruggt rými þar sem nærvera, gleði, hlýja og kraftur mætast – og þátttakendur fá tækifæri til að slaka, sleppa tökum og endurtengjast sjálfum sér og veitt einstaklingum innblástur til að efla heilsu, jafnvægi og gleði í eigin lífi.
Innifalið:
- Ávextir við komu
- Tvær kvöldmáltíðir
- Tveir hádegisverðir
- Tveir morgunverðir / Detox drykkir
- Gisting í tvær nætur á Hótel Breiðdalsvík
- Öll dagskrá og fræðsla
- Aðgangur að útispa
Verð og bókanir:
Standard herbergi fyrir tvo saman:
69.990 kr. kr per aðila (bókað og greitt fyrir báða eða samtals 139.980 kr.)
Herbergi fyrir einn aðila: 89.990 kr
Við mælum hiklaust með því að para sig saman í herbergi uppá að reynslan verði dýpri og skilja meira eftir sig. Hægt að bóka sem einstaklingsherbergi eða deila með öðrum. Takmörkuð sæti í boði.
Bíðum spennt eftir að taka á móti þér.
Upplýsingar og skráning:
📍 Hvar? Hótel Breiðdalsvík
📅 Hvenær? 9. – 11. maí 2025
🎟 Takmarkaður fjöldi! Skráðu þig í dag og gefðu þér þessa gjöf fyrir líkama og sál.
Póstur: info@hotelbreiddalsvik.is
Hægt er að athuga hvort sí- og endurmenntunarsjóðum stéttarfélaga styrki námskeiðið.
Möguleiki í frítíma að fara í sjóinn við Þórhvamm.
Þátttakendur fá einnig afsláttarkóða í Vök Baths.
Dagskrá í stuttu máli
Föstudagur 9. maí
15:00-16:00 Móttaka & innritun
16:45 Núvitundarganga
17:30 Öndun & setning
18:30 Kvöldverður
19:30 Vinnustofa með slökun og boltanuddi
21:00 Dagbókarskrif og markmiðasetning
Laugardagur 10. maí
07:00 Teyjur & öndun
08:00 Detox drykkur
10:30 Núvitundarganga
12:30 Hádegisverður
14:00 Hreyfing & hjartsláttur
15:00 Hugarfarsbreyting og vinnustofa um næringu
16:00 Bandvefslosun
18:30 Kvöldverður
20:30 Hugleiðsla & slökun og kakó serómonía
21:00 Dagbókarskrif og markmiðasetning
Sunnudagur 11. maí
07:00 Teyjur & öndun
08:00 Detox drykkur
10:30 Núvitundarganga
12:30 Hádegisverður
14:00 Lokaorð & útskráning