Hótel Breiðdalsvík var opnað árið 1983 og er umvafið mikilfenglegum fjöllum og svörtum söndum. Hótelið er friðsæl vin mitt í hinni hráu fegurð Breiðdalsvíkur á Austfjörðum. Á hótelinu eru 37 vel búin herbergi, auk huggulegrar setustofu með arni og bókasafni, finnskri sauna, köldum og heitum potti og veitingastaðar. Veitingastaðurinn býður upp á ekta íslenska rétti, matreidda með ferskum hráefnum sem sótt er í nærumhverfi hótelsins, sjá matseðil.
Gistingin
Þægileg dvöl í fallegu umhverfi.
Hótel Breiðdalsvík býður upp á þægilega gistingu í 37 björtum og rúmgóðum herbergjum sem öll eru með sér baðherbergi. Við bjóðum upp á eftirfarandi herbergja tegundir: standard herbergi, Bjálka herbergi, Juniour svítu, þriggja manna herbergi og fjölskyldu herbergi.
Hefðbundin herbergi (Standard)
Hefðbundnu herbergin okkar eru björt, rúmgóð og þægileg. Hvert herbergi er með sér baðherbergi með sturtu og hárþurrku og ókeypis þráðlausri nettengingu. Hefðbundnu herbergin okkar eru í einstaklings-,tveggja manna (með einu rúmi eða tveimur), þriggja manna og fjölskyldustærðum.
Aðbúnaður
- Sjónvarp
- Skrifborð
- Töskuhilla
- Hárþurrka
- Frítt þráðlaust internet
- Barnarúm (þarf að biðja um)
- Morgunverður í boði
Bjálka herbergi
Rúmgóðu bjálkaherbergin í finnsku álmunni eru öll með sér baðherbergi með sturtu, hárþurrku og ókeypis þráðlausri nettengingu. Bjálka herbergin eru í tveimur útfærslum: Tveggja manna með einu rúmi og tveggja manna með tveimur rúmum.
Aðbúnaður
- Sjónvarp
- Skrifborð
- Tösku hilla
- Hárþurrka
- Frítt þráðlaust interneg
- Barnarúm (þarf að óska eftir)
- Morgunverður í boði
Fjölskyldu herbergi
Björtu og rúmgóðu fjölskylduherbergin okkar eru útbúin til að rúma fjögurra til fimm manna fjölskyldu á þægilegan hátt með möguleika á að bæta við auka rúmi eða barnarúmi. Öll herbergin eru með sér baðherbergi með sturtu, hárþurrku og ókeypis þráðlausri net tengingu.
Aðbúnaður
- Sjónvarp
- Skrifborð
- Tösku hilla
- Hárþurrka
- Frí þráðlaus nettenging
- Barnarúm (þarf að óska eftir)
- Morgunverður í boði
Þriggja manna herbergi
Þriggja manna herbergin okkar eru björt, rúmgóð og þægileg. Þau eru búin annað hvort með einu hjónarúmi ásamt einu einbreiðu rúmi eða þremur einbreiðum rúmum. Öll herbergin eru með sér baðherbergi með sturtu, hárþurrku og ókeypis Wi-Fi aðgangi.
Aðbúnaður
- Sjónvarp
- Skrifborð
- Töskuhilla
- Hárþurrka
- Frí þráðlaus nettenging
- Barnarúm (þarf að óska eftir)
- Morgunverður í boði
Veitingastaður
Við erum stolt af því að bjóða upp á íslenska matargerð eins og hún gerist best, matreidda með ferskum hráefnum úr nærumhverfi okkar. Við bjóðum einnig upp á afbragðsgóðan hefðbundin hádegismat fyrir einstaklinga og hópa. Ef þú átt bara leið hjá er tilvalið að koma við í rjúkandi ferkst kaffi og kökusneið.
Veitingastaðurinn Bláfell býður upp á ekta íslenska rétti, matreidda með ferskum hráefnum sem sótt er í nærumhverfi hótelsins. Kjötið kemur frá nærliggjandi bæjum, fiskurinn frá framleiðendum í Fjarðabyggð og grænmetið og kartöflur ofan af Héraði sem og frá Hornafirði.
Ráðstefnur, Fundir eða hvers kyns viðburðir
Ertu þreytt(ur) á hefðbundnum ráðstefnustöðum? Þá er upplagt að halda næstu ráðstefnu, fund hópefli eða viðburð á Breiðdalsvík. Við bjóðum upp á einstaka staðsetningu sem veitir innblástur og er tilvalin fyrir hverskyns hópefli, án truflana.
Við bjóðum upp á fundarsali með aðstöðu fyrir 20-100 manns. Veitingastaðurinn okkar tekur 100 manns í sæti og minni fundarsalurinn okkar allt að 40 manns í sæti.
Aðstaðan
Á Hótel Breiðdalsvík er fyrirmyndar aðstaða en þar má meðal annars nefna frí þráðlaus nettenging, næg bílastæði, veitingastaður, notaleg setustofa og sauna í finnskum stíl.