Að komast til Breiðdalsvíkur

Breiðdalsvík er staðsett í hjarta Austfjarða u.þ.b. 224 km frá Jökulsárlóni í suðri og 245 km frá Mývatni í norðri. Breiðdalsvík er á milli Djúpavogs og Stöðvarfjarðar u.þ.b. klukkustund frá Egilsstöðum.

Með flugi

Það er flogið frá Reykjavík til Egilsstaða með airiceland connect en flugið tekur um eina klukkustund. Það er um klukkustundar akstur á Breiðdalsvík frá Egilsstöðum. Flugfélagið Ernir flýgur til Hafnar í Hornafirði frá Reykjavík en frá Höfn á Breiðdalsvík eru tæpir tveir klukkutímar í bíl.