Velkomin á Breiðdalsvík

– Íbúafjöldi 139 –

breiddalsvik

Breiðdalsvík er á hinum fáförnu og fögru Austfjörðum. Við bjóðum þér að upplifa ekta austfirska gestrisni, ferska matargerð, ferskan bruggaðan bjór frá Beljanda og litagleði sem má finna í hverjum krók og kima á Breiðalsvík.

Á Breiðdalsvík ertu umkringd(ur) einum fegursta fjallsal á íslandi þar sem tilvalið er að staldra við og njóta náttúrunnar.

Breiðdalsvík er áfangastaður sem gerir ferðina hingað vel þess virði.

Hótel Breiðdalsvík

Hótel Breiðdalsvík var opnað árið 1983 og er umvafið mikilfenglegum fjöllum og svörtum söndum. Hótelið er friðsæl vin mitt í hinni hráu fegurð Breiðdalsvíkur á Austfjörðum. Á hótelinu eru 37 vel búin herbergi, auk huggulegrar setustofu með arni og bókasafni, finnskri sauna og veitingastaðar. Veitingastaðurinn býður upp á ekta íslenska rétti, matreidda með ferskum hráefnum sem sótt er í nærumhverfi hótelsins. 

Sjálfbærni-, umhverfis, starfsmanna, – & öryggisstefnur

Hótel Breiðdalsvík leggur mikla áherslu á að stunda ábyrga starfsemi í hvíetna en gildi hótelsins eru metnaður, gleði og framúrskarandi þjónusta í sátt við umhverfið“.

Það er mikil ábyrgð fólgin í því að stunda atvinnustarfsemi ekki einungis gagnvart eigendum fyrirtækisins heldur einnig gagnvart starfsfólki, gestunum okkar, samfélaginu og ekki síst umhverfinu en þetta er fjórar megin stoðir ábyrgrar ferðaþjónustu. 

Á döfinni

Jólahlaðborð 2021

Kræsingar og Kósýheit Veisluborðið svignar undan kræsingunum þegar Haraldur Helgason matreiðslumeistari mætir á Breiðdals...

Continue reading

Áhugavert á Breiðdalsvík

Áhugavert í Breiðdal og nágrenni

Fossinn Beljandi

Skammt fyrir utan bæinn Brekkuborg er fossinn Beljandi í Breiðdalsá. Raunar eru fossarnir tveir, ytri og innri, og samnefndir hylir við. Þetta er mjög fagurt svæði og skemmtilegt til útivistar.

Breiðdalseldstöðin

Breiðdalseldisstöð er forn megineldstöð í Breiðdal og Berufirði, vettvangur ítarlegra rannsókna enska jarðfræðingsins Georges D.L. Walker, ásamt öðrum slíkum á Austurlandi. Þessi eldstöð er prýdd stórum ríólít-innskotum með tignarlegum og sérstæðum tindum, Flögutindi í Breiðdal, Smátindum, Röndólfi, Slötti og Stöng. Suðurhlíðar Breiðdals eru sérstaklega litskrúðugar og berglögin óregluleg, sett miklum gjóskumyndunum.

Breiðdalsá

Breiðdalsá er ákaflega falleg 6 – 8 stanga laxveiðiá í um 615 km fjarlægð frá Reykjavík og í um 80 km fjarlægð frá Egisstöðum.
Áin á upptök sín til fjalla þar sem lækir tínast saman og verður svo til þar sem Tinnudalsá, Suðurdalssá, og Norðurdalsá renna saman, og rennur hún svo til sjávar hjá Breiðdalsvík. Umhverfi Breiðdalsár er stórbrotið og sagt er að menn veiði óvíða í eins fallegri á en Breiðdalsá.

Jórvíkurskógur

Jórvík í Breiðdal er eyðibýli með stórum kjarrlendum. Um 600 ha eru í eigu Skógræktarinnar en skógurinn var friðaður 1960. Hér er einn af fáum fundarstöðum blæaspar á landinu og eru hæstu trén um 4 m. Landið er annars að mestu vaxið náttúrulegu birkikjarri en gróðursettum skógi að hluta. Svæðið er opið almenningi og merkt gönguleið er frá Jórvík yfir í Norðurdal.

Meleyri

Meleyri nefnist falleg strönd fyrir innan þorpið Breiðdalsvík. Svæðið hentar vel til gönguferða og útivistar og þar er ríkulegt fuglalíf.

Flögufoss

Flögufoss er hæsti foss í Breiðdal um 60 m. Fossinn er í Flöguá sem rennur um Flögudal. Dalurinn sá afmarkast af Smátindum og Slötti. Frá vegi er stutt og létt gönguleið að fossinum.

Streitishvarf

Fallegt útsýni er frá Streitisvita, sunnan Breiðdals, út yfir hafið og skemmtileg merkt gönguleið liggur fyrir streitishvarf. Þetta er útivistarssvæði fyrir alla fjölskylduna.

Heydalakirkja

Kirkja hefur verið að Eydölum frá fyrstu tíð kristni. Prestsetrið hefur löngum verið með betri brauðum og þar hafa setið margir vel metnir prestar. Frægastir þeirra er sálmaskáldið sr. Einar Sigurðsson (1538-1626) sem kunnastur er fyrir jólasálminn Kvæði af stallinum Kristí sem kallast Vöggukvæði, en er nútímamönnum tamast sem Nóttin var sú ágæt ein. Minnisvarði um sr. Einar stendur á grunni gömlu kirkjunnar í kirkjugarðinum að Eydölum.

Annað áhugavert á Austurlandi