Kæru vinir,
Ferðasumarið 2020 hefur gengið vel hjá okkur hérna á Breiðdalsvík og höfum við fengið marga skemmtilega gesti til okkar. Nú er ferðasumarið brátt á enda en sumarfríin hjá flestum er að klárast um þessar mundir og skólarnir byrja í næstu viku.
Við vorum farin að vonanst eftir að ferðaglaðir erlendir ferðamenn myndu fara að koma til okkar í auknum mæli með haustinu en í ljósi frétta síðstu daga reiknum við með því að svo verði ekki.
Við höfum tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum á Hótel Bláfelli frá og með nk. miðvikudegi 19.ágúst í óákveðin tíma. Við teljum að þetta sé ábyrg ákvörðun í ljósi aðstæðna enda þurfum við að verja reksturinn til að halda áfram starfsemi um ókomna tíð. Við komum tvíefld til baka þegar þetta ástand er yfirstaðið.
Okkur þykir þetta ekki auðvelt enda er þetta sennilega stysta ferðamanna tímabilið hérna á Bláfelli í a.m.k 15 ár ef ekki meira.
Áfram verður hægt að fá gistingu hjá okkur en best er þá að hafa samband í gegnum tölvupóstinn info@hotelblafell.is eða hringja í okkur í síma 470 0000
Hægt er að fá veitingar í Kaupfjelagid Verzlun – Kaffihús og á Hamar – Kaffihús
Með vinarkveðju,
Starfsfólk Hótel Bláfells.